Einn dag eftir að hafa defraggað vélina, vildi hún ekki kveikja á sér og kom með villumeldingu um að “ntfs.sys file missing or corrupt”. Ég formattaði, setti upp windows, updates, vírusvörn og drivera. Allt virist vera í lagi….
…þangað til allt í einu BANG! Sami error kom þegar maður kveikir á vélinni. Ekki hægt að starta upp í safe-mode, né af Winxp pro CDROM. Allt frosið!
ég fór að lesa mér til um þetta og þá virðist þetta vera algengur böggur úti í heimi. Í 90% tilvika af þeim vandamálum sem ég las um, var þetta minnið sem var að stríða vélinni. Ég áleit að svo væri í mínu tilviki og sendi tölvuna því í viðgerð (þar sem hún er enn í ábyrgð).
Hefði betur getað sleppt því, vegna þess að það var Trend Micro Internet Security vírusvörnin mín sem ölli skemmdum á stýrikerfinu og því var þetta hugbúnaðarvandamál og minns þurfti að punga út 11þús krónum í viðgerðarkostnað.
Það var þessi skrá <a href="http://www.trendmicro.com/download/product.asp?productid=32">hérna</a> (efsta skráin) sem ég náði í og keyrði. En hún er bögguð og gæti crashað vélinni ykkar.
You've been warned
kv,
jericho