Lyklaborð á ferðatölvum eru afskaplega mismunandi.
IBM lyklaborðin hafa alltaf verið talin langbest og satt að segja er það ein aðal ástæðan fyrir því að ég nota IBM ferðatölvu (þrátt fyrir ýmsa galla).
Sumir framleiðendur hafa frekar slæmt orð á sér fyrir lyklaborð. Til dæmis lenti Dell í smá veseni fyrir svona ári síðan fyrir hörmuleg lyklaborð á einni tegund af ferðatölvunum þeirra (Inspiron 8500) og neyddist að lokum til að skipta um lyklaborð á á tölvum þeirra notenda sem kvörtuðu - sjá t.d.
http://www.theinquirer.net/?article=10938Mér finnst lyklaborðin á HP líka vera í lagi en ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég keypti t.a.m. Sony eða Dell vél.
En eins og með allt annað er best að skoða þetta sjálfur og aldrei kaupa ferðatölvu sem maður hefur ekki prófað áður. Það skiptir nefnilega miklu meira máli að maður kunni vel við lyklaborðið, “músina” og skjáinn á ferðatölvu heldur en hvernig örgjörva hún er með eða hversu stóran disk.
Ágætt að athuga t.d. hvort “Enter” og “Space” takkarnir séu í fullri stærð og hvort músin hugnist manni.