Sæll,
Það eru nokkur lykilatriði sem gera það að verkum að ekki er hægt að nota flash eins og venjulegt minni. Í það fyrsta er það rétt að flash glatar ekki upplýsingum við straumrof. Upplýsingar eru “brenndar” á kubbinn og haldast þar. Aftur á móti eru takmörk fyrir því hversu oft þú getur brennt. Ætli það liggi ekki á milli 100.000 til 1.000.000 skipti sem þú getur brennt (eftir tegundum). Það er fínt fyir flash lykla, en alls ekki fyrir innra minni í tölvu. Önnur hindrun er les og skriftímar, en aðgangstíminn á flashið er (minnir mig) í ms (les) og sek (skrif), en í innraminninu er það í einhverjum nanósekúndum.
Varðandi windowsið í minni, þá er svarið já….það er tæknilega hægt að vera með win loadað í flashi, en einungis í þessi ofangreindu skipti…….og ef þú nennir að bíða eftir því. Það er hægt að setja minnið í staðinn á harðdiskinn og er það mun fljótlegra.
Kv.
Jón