Helt ég væri ýmsu vanur en er alveg að gefast upp á þessu..
Sjúkdómseinkenni:
eftir 5-10 mín slökknar á skjánum og ég fæ “Power off saving mode” í gulan kassa á skjánum eitt augnablik - síðan skjárinn dauður og græna “on” ljósið verður gult…
vél áfram í gangi og ljós á power og hd ….


Ok - búin að athuga allar “power” stillingar innan control panel - ekkert athugavert þar - búin að prófa að skipa um skjá og sama saga……
Búin að ath mögulega conflicta eða vandamál í Bios en það er ekkert í gangi þar - ath : var ekki verið að setja upp neinn vélbúnað eða hugbúnað - þetta kom sonna bara af “himnum ofan”..

Ekki getur það verið að örrin sé að ofhitna ? - hvaða útilokunaraðferð get ég notað ? hvað annað kemur til greina…?

allar tillögur afskaplega vel þegnar -

með bestu þökkum, - BK