Halló

Tölvan mín er í rugli, ég er með Intel pentium 4 2.4, 512 333mhz minni, og er reyndar með crackað Windows XP. Ég er nýbúinn að formata tölvuna og ég er búinn að vírus-scanna hana það eru engir vírusar. Það er ekkert að minninu í tölvunni og hitinn er alveg venjulegur. Ég á mjög erfitt með að útskýra þetta eitthvað betur en það að á köflum er tölvan alveg hryllilega hæg, venjulega hefur tekið nokkrar sekúndur að komast í Windows en núna tekur það einhverjar mínútur. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta gæti verið windows-ið vegna þess að það er crackað, ef einhver veit um eða kannast við þetta vandamál endilega komið með svar.

Kv. OrkaX