Mynd úr tölvu í sjónvarp
Jæja, mér tókst að leysa litavandann. Heldur undarlegt… Ég er semsagt með RC snúrur og s-video festar í scart millistykki, sem fer svo í sjónvarpið. Með því að losa video RC-kapalinn og hafa hann lausan í scartinu þá fæ ég lit! Ef ég tek hann, þá verður myndin svart/hvít - ef ég festi hann alveg, þá verður hún líka svart/hvít. En jæja, nóg um það. Nú er komið að næsta vandamáli. Ég fæ desktopinn vel upp á sjónvarpsskjáinn og get skoðað hvað sem er, nema myndbönd. Þá verður skjárinn bara tómur. Myndbandið sést semsagt bara í tölvunni, en ekki á sjónvarpsskjánum. Þetta er líklega einhver stilling eða öryggisatriði… kannist þið við þetta vandamál?