Sælir…
Jú það sama gerðist fyrir minn sennheiser…tengillinn yfir til hægri datt úr.
En annars eru það þrír helsu bilunarpunktar:
Output pluggið á græjunni á það til að bila, sérstaklega á vasadiskóum. Annaðhvort lóðning eða fjöður í plugginu farin/bogin.
Annar vírinn farinn. Ertu nokkuð að rúlla þér mikið yfir snúruna á stólnum þínum…kannski á parketi/dúk????
Tengi/vír farið/slitið inni í öðrum headaranum. Í sennheiser er það hristingur sem veldur, en oft vegna þess að togað er í blessaðar snúrurnar sem svo slitna eða lóðning gefur sig.
Þannig að upp með skrújárnið, AVO mælirinn og lóðboltann.
Jón