Svart/hvítt úr tölvu í TV
Sælir. Ég á í smá vandræðum með að tengja tölvuna mína við sjónvarpið. Það er semsagt TV OUT á fartölvunni minni og ég tengi S-VIDEO kapal úr henni í SCART-tengi sjónvarpsins. Myndin birtist, en hún er alltaf svart/hvít, sama hvernig ég fikta í stillingunum. Sjónvarpið mitt ræður við að sýna amerískar spólur í lit, svo þetta er ekki tengt því. Hefur einhver lent í sömu vandræðum eða veit hvernig á að leysa þetta?