Vá ég held að Idnnemi sé að villast á Ace og einhverjum Tölvum frá BT ?
Fyrsta lagi ef Ace tilboðin eru skoðuð á www.tolvulistinn.is þá sést að meira að segja ódýrasta Tilboðið frá þeim, K7 tölva á 64.900 er með Western Digital 7200RPM disk með 8MB buffer, það eru engir Samtron skjáir í boði hjá þeim, og Mulningsvélin er eitthvað sem BT hefur auglýst oftar en einusinni. Þar fyrir utan er Corsair minni og Microstar móðurborð í þessu ódýrasta tilboði hjá þeim en ég tel það vera öðru betra.
Varðandi það að vita ekki hvað maður er að fá í þessu vörumerki, þá er það hið sama með öll merki, til dæmis Dell sem eru mjög góðar vélar en þar er að finna Microstar skjákort sem er gott en Lite-on drif sem er ekki eins gott. Allir tölvu framleiðendur eru að púsla saman búnaði frá mismunandi framleiðendum, en eru svo með mismunandi áherslur á hversu ódýrt stöff þeir vilja setja í vélarnar sínar.
**Ég leyfði mér því að skoða eitt tilboð frá ACE og hér er innihaldslýsingin af Tölvulista síðunni:
Turnkassi - Svartur Ace Dragon mini-Midi turnkassi með hurð og 2xUSB2 að framan
** Þarna er Chieftech Dragon Kassi sem er einn af þeim betri sem hægt er að fá.
Örgjörvi - 3.0 GHz Intel P4 Prescott með 1MB cache, 800MHz FSB og HT
** Prescott er það nýjasta frá Intel og er góður kubbur ef rétt móðurborð er valið.
Móðurborð - MSI 865PE NEO2-PFS Platinium Editon, 800FSB+HT,
** Microstar eru með góð móðurborð og Intel 865 kubbasettið er eitt það besta frá Intel.
Vinnsluminni - 512MB DUAL DDR400 (2.stk 256MB DDR400) frá Corsair
** Corsair er að mati tölvunörda eitthvert besta minni í heimi og það er þarna.
Harðdiskur - 160GB Serial ATA150 Western Digital 7200RPM með 8MB buffer
** Nýjasti staðallinn SATA og frá Western Digital sem eru með góða diska
DVD skrifari - Svartur DVD±skrifari frá MSI, DVD- 4xR 2xRW 24xCDRW - 8MB buffer
** Einn af fáum skrifurum á markaðinum með 8MB buffer og frá MSI sem er gott.
Hljóðkort - 6rása Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi (frábært í leiki og bíómyndir)
** Væntanlega innbyggt hljókort, (mundi sjálfur bæta við SB Live korti).
Hátalarapar - 2.1 Hátalarakerfi með öflugu bassaboxi frá Logitech
** örugglega fínn hljómur enda Logitech allment með góða hátalara.
Skjákort - 256MB DDR Microstar FX5700-VTD, Video-inn&út
** Verulega flott kort frá MSI, hefur fengið frábæra dóma á netinu.
Skjár - 17“ skjár ”Midnight Grey" með black-tint túpu, skarpur og góður
** Ekki mikið hægt að segja um hann þennann ?
Lyklaborð - Svart mjög vandað lyklaborð
** Lyklaborð !
Mús - svört Logitech Optical geislamús, 3ja hnappa með skrunhjóli
** Logitech er án efa með bestu mýsnar á markaðinum !
Stýrikerfi - Windows XP home og PC Cillin vírusvörn
** XP home virkar fínt en ég er hrifnari að XP Pro.
Netkort - Innbyggt 10/100/1000 Gigabit netkort
** Ég hef nú ekki séð margar vélar með Gigabit netkorti.
Og verðmiðinn er 149.900. sem er gott tilboð !
Annars virðast menn aldrei vera á sama máli hvað er gott og hvað ekki, þetta virðist oft vera eins og að þurfa sannfæra Múslima um ágæti Kristnitrúar og svo öfugt.
Báðir væru sannfærðir um að þeirra trú(tölvubúnaður) sé það besta sem til er.