Sælir Hugarar,
Ég er með harðan disk sem er smá vesen á. Þannig er mál með vexti að ég var að formata 1 harðan disk hjá mér(C:/) þar sem windowsið og það var. Ég er með 1 annan disk(D:/) sem ég hef haft sem svona backup disk þar sem ég geymi einnig bíómyndir og músik og fleira. Ég semsagt formaði diskinn(C:/) og þegar ég var búinn að setja windowsið upp finnur hvorki windowsið né bios'inn hinn diskinn(D:/). Vitið þið hvað gæti verið að? ég er búinn að prófa að setja hann í aðra tölvu og hann virkar ekki heldur þar, ég hef prófað að formata tölvuna og setja upp aftur og búinn að prófa allar stillingar með jumper. Þetta er nýr 120gb Maxtor diskur.
Getið þið sagt mér hvað þið haldið að gæti verið að og einhverjar lausnir við þessu? Inná disknum eru mikilvæg skjöl og annað sem ég vill helst ekki missa.
Takk fyrir,
R