Þannig er mál með vexti að ég kom heim úr vinnuni og kveikti á tölvunni minni og ættlaði að skreppa á netið(Er að nota Win XP). En þegar ég kveiki á tölvunni minni sé ég að netið er ekki að virka hjá mér(talvan mín er tengd við aðra tölvu(Win 2000) sem er með ADSL kortið og share-ar nettenginu yfir á mín). Svo ég fer að skoða og sé að ekki er allt í lagi með networkið. Ég tékka á því hvað hún er búin að senda marga pakka og sé að hún getur sent pakka en ekki tekið við þeim. Aftur á mót er talvan með ADSL-inu í góðu standi og tekur við og sendir pakka eins og ekkert sé.
Mér dettur í hug að þetta sé snúran svo að ég skipti um snúru en þarf að setja hana í lappann minn(Win Xp) því að snúran er ekki nógu löng til að ná í tölvuna. Ég kveiki á henni og þá sé ég að það er nákvæmlega sama vandamál, get ekki tekið við pökkum. Ég skipti yfir í gömlu LAN snúruna og ekkert breytist.
Nú fer ég að spá í hvort þetta geti ekki bara verið höbbinn sem ég er að nota, svo að ég fer og næ í “PC to PC” snúru tengi lappann við ADSL tölvuna og enn breytist ekkert svo ekki er að höbbin sem að er bilaður og ekki snúrurnar því varla bila 3 snúrur nákvæmlega eins á nákvæmlega sama tíma. Og núna rétt í þessu var ég að tengja saman lappann(XP) og Tölvuna mín(Xp) og en þá fæ ég enga pakka.
Er einhver snillingur hérna sem hefur lent í svipuðu eða samskonar vandamáli og getur snúið mér aftur til ljóssins og betri vega því að ég er gersamlega lost?<br><br>————————————————
(Tremolo) They tried to shove Christianity down my throat
(Zenith) That's not where you're supposed to *shove* Christianity! Look at the priests! They know what they're doing.