Sæll
Ef þú vilt fá mitt álit þá hef ég reynslu af WD, Samsung, Seagate, Maxtor og IBM.
Western Digital :
Áræðanlegir, endingagóðir en böggandi hátíðnihljóð alltaf hreint en mjög góðir diskar þegar kemur að hita.
Samsung :
Ég er nú með 160gb Samsung SERIAL ATA, og það heyrist ekki múkk í honum, hann er mjög hraðvirkur (enda serial) og hann hefur staðið sig vel þegar kemur að hita.
Ég er líka með 80gb Samsung IDE í vélinni og er það sama með hann, hljóðlátur og áræðanlegur.
Seagate :
Ekki það góðir að mínu mati. Var með 2x 160gb Seagate harðadiska í 4 mánuði, var með vélina kveikta eins og vanalega 17/7 og voru diskarnir að hoppa uppí 80 - 90 gráðurnar, enda brenndi ég mig smá ;) (er með næga kassakælingu) á meðan samsung og WD voru eðlilega heitir.
Síðan eru þeir mjög hægvirkir og tel ég það aðalega stafa útaf hitanum, reddaði mér harðadiskakælingu á annan diskin og vann hann mikið hraðar eftir það. En þar sem maður á ekki að þurfa að kaupa kælingu á þetta því að framleiðendur eiga að hugsa útí þetta. Seagate er með mjög unstable diska.
Maxtor :
Þeir eru mjög góðir og sterkir diskar en endingin er í sumum tilfellum alveg hræðileg, eru ekki mjög háværir og eru stöðugir.
IBM :
IBM eru með hljóðláta og góða harðadiska, hef bara góða reynslu af þeim, þeir eru að vísu klunnalegir í sumum tilfellum en heavy góðir.
A.T.H
Þetta er allt byggt af minni reynslu og af mínum skoðunum, munið TJÁNINGARRELSI ;)
Svona áður en maður fær útúrgróa af flames.
Kveðja
RamLing
<br><br> Sjáðu hvaða týpa þú ert