Sælir hugarar
Tölvan mín er núna orðin soldið gömul.. p3 833mhz/133mhz (þessi örri kostaði mig 40þús þegar ég keypti hann) og ég var að hugsa um að kaupa mér nýtt móðurborð og örgjörva. En ég tími ekki að eyða svona miklu núna í hana því ég er að fara að fá mér ferðatölvu í haust.
Var að hugsa um að fá mér ódýran Duron eða Celeron örra, en var að spá í hvort þeir væru í raun hraðvirkari en pentium 3. Hef heyrt að cache minnið skipti miklu máli um hraða og aðrir fídusar sem eru ekki í celeron/duron útgáfum af örgjörvunum etc. etc. en eru í pentium 3/athlon.
segjum að ég myndi fá mér
ÖRGJÖRVI - AMD Duron K7 1,6 GHz örgjörvi fyrir sökkul A með 266 MHz brautartíðni - oem
sem er til sölu á computer.is. Myndi ég fá einhverja verulega hraðaaukningu?
Meina, hann keyrir á meira en 2x “megahertzum” en p3 örrinn minn. En það skiptir ekki öllu máli, right?
Einhver sem getur sagt mér hvort það sé eitthvað vit í að fá sér duron/celeron, eða ætti ég kannski bara að sleppa þessu?
kv.
// coupland