Ég var að kaupa móðurborð, örgjörva, minni o.s.frv. til að setja saman sjálfur. Ég setti allt saman og kom öllu upp en svo er ég að lenda í því stundum að tölvan er endurræst sjálfkrafa.
Það er ekki neinn vírus eða spyware á vélinni vegna þess að þetta hefur gerst frá upphafi og ég er búinn að skanna.
Vinur minn lenti líka í þessu. Hann keypti sama móðurborð en það lýsti sér þannig hjá honum að það slökknaði á tölvunni að einhverju leyti en viftur o.fl. var áfram í gangi. Þegar hann slökkti á tölvunni var ekki hægt að ræsa hana fyrr en eftir nokkrar mínútur.
Aftan á kassanum er svona statuspanell og þar stóð að tölvan hefði stoppað þegar það var verið að prufa minnið.
Ég er með 300W power supply og það virkar.
333MHz DDR minni (móðurborðið styður 433MHz)
Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu ?