Ég er með tæplega eins og hálfsárs Dell Inspiron 8200.
Ég var að spá í að reyna að skipta um skjákort í vélinni, ég er búinn að komast að því að skjákortið er ekki fest í móðurborðið(Þannig að ég næ því úr tiltörulega auðveldlega), en í vélinni núna er GeForce440go.
Mér langaði að spyrja ykkur hvar ég gæti nálgast t.d. ATI 9600 eða ATI 9700 mobility skjákort.
Líka annað sem ég var að spá í er hvort þessi skjákort séu ekki öll í svipaðri stærð (svo það passi nú í bodí-ið).
Ef það veit þetta einhver, eða hefur prófað þetta, þá yrði ég mjög þakklátur ef einhver netti að fræða mig um þetta…