BIOS vandamál
Ég er með gigabyte móðurborð módel GA-8STXCFS og intel pentium 4 örgjörva. Svo furðulega vill til að gigabyte er ekki með þetta móðurborð á skrá hjá sér. Tölvan var keypt úr BT fyrir ca. 1 og hálfu ári. BIOSinn á þessu er með mjög takmarkaða möguleika á stillingum, t.d. get ég ekki breytt cycle tíma á minninu eða spennu til örgjörvans og allt það. Ég er að spá hvaða BIOS ég get sett inn á sem býr yfir þessum overclocking möguleikum sem ég er alltaf að lesa um á síðum eins og www.tweaktown.com. Er alveg að brjálast yfir þessu :/