Daginn.
Þannig er málið að pabbi gamli er með vél sem lætur alveg hreint mjög illa. Þetta er 1000MHz Duron vél, 256mb minni (einn kubbur) á móðurborði sem ég man því miður ekki af hvaða gerð er. Skjákortið er Geforce 4 MX420 og í vélinni er einnig auka USB pci kort. Geisladrif og skrifari og 15gb harður diskur.
Vandamálið með vélina er að hún á það til að frjósa í ræsingu. Misjafnt hversu langt hún kemst, stundum ekki einu sinni gegnum post. Þarf stundum að gera 10 tilraunir til að koma henni inn í windows. En svo þegar það tekst er hún til friðs, og getur gengið tímunum saman án vandræða.
Dettur ykkur í hug hvað gæti mögulega verið að angra þetta grey? Vil ekki vera að kaupa inn eitthvað í hana sem svo er ekki málið.
Með fyrirfram þökkum,
vamanos<br><br><b>Mal3 skrifaði:</b><br><hr><i>Hey, gaurarnir með rice-pústin þurfa alltaf að tékka inn í stútinn hvort að flækingskettir eða útigangsbörn hafi nokkuð haf næturdvöl þar áður en bíllinn er ræstur ;)</i><br><h