Er eitthvað steikt í vélinni minni?
Ég keypti mér Dfi NFILanparty II ultra móbó og skellti í hann amd athlon 2800xp+ (barton) örra í hana. Henti í hana 512 ddr minni og ati raedion 9600+meira ruzl. Ég verð ekki hæstánægður með tölvuna þar sem hún sýnir bara 1200 mhz þar sem hún á að vera 2000 mhz. Ég geri load optimized defults í bios þar sem það stendur í bæklingnum með móborrinu að það eigi að gera til að fá standardinn á allar stillingar. Tölvan vælir eitthvað og slekkur á sér. Ég hafði bara restartað bios þegar þetta hafði gerst til að fá hann eins og hann var í fyrstu. en svo kaupi ég mér nýja örgjörvakælingu og hendi henni á örrann. en viti menn, tölvan kveikir á sér og allt en skjárinn er úti. ég hef tékkað hvort þetta hafi verið skjárinn eða skjákortið sem var að stríða mér en svo var ekki. Það hreinlega kemur engin mynd á skjáinn, ekkert væl i tölvunni eins og kemur ef eitthvað brennur yfir (ath hátalarinn í tövlunni er tengdur og hann virkar). Ekki getur tölvan snúist gegn mér og inn í the dark side þegar ég skipti um kælingu????? ég hef reynt að restarta bios og allt sem mer dettur í hug og ekkert virkar. hefur einhver lent í því sama og getur kanske hjálpað mér??