Ég var að nettengja tölvu í gær sem er með windowsXP og hefur aldrei áður verið nettengd.

Það fyrsta sem gerist er að ormurinn W32.Blaster.Worm kom í tölvuna og vildi slökkva á tölvunni innan 60 sek.

Ég seinkaði tímanum í tölvunni svo ég hefði tíma til að laga tölvuna. Ég reyndi að gera windows update en hún hætti alltaf þegar hún var að verða búin með einhverja error-skipun. Þá prófaði ég að láta housecall vírusvörnina finna hann, hún fann hann og það um 4 afbrigði af orminum þar en hún gat ekki eytt honum út.

Hvernig losna ég við þetta?


Kveðja,
Anna Sigga