Málið er að ég keypti mér nýjan örra um jólin, sem mun vera 2400 xp.. ég læt hann í og fæ unknown type of CPU þegar hún greinir örgjörvan. En allaveganna þá kíki ég í BIOS og sé þar að FSB sé keyrandi á 200 í stað 266. Sem stenst alveg þar sem ég restartaði biosnum áður en ég lét örran í.
Ég vil láta front side businn keyra á 266 eða jafnvel hærra. Þannig að ég multiplie eða hvenrig sem það er stafsett á 14 og hina töluna á 154.. Og þá er tölvan 2015 mhz og fsbinn á 310 eða eitthvað álíka..
Það sem ég vill gera er að láta tölvuna keyra á 266 og 2000 mhz!! slétt eins og þetta var áður. Því tölvan frýs af og til með fsbinn í 310. Og náttlega ef ég lækka multiple þá lækka ég náttlega megahertzin líka um leið. og ég vil ekki enda með minna magn af megahertz en ég keypti!!!
Er þetta eitthvað rugl sem ég var að kaupa? Keypti þetta í þarna Tæknibæ! var svosem ódýrasta varan…
Takk fyrir lesningu, í von um hjálp!