Ég vakna einn góðan veðurdaginn, fer í skólan, kem svo heim um 5 og kveiki á tölvunni..Tek ég eftir því að allt netið er mjög slow og hélt ég að þetta væri bara hugi.is en nei ég tók eftir því að ég downloadaði sirka mest á svona 10 kb og hafði ekki grænan hvað var að. Ég uploadaði samt á 30 kbs sem er max (er með 1.5 mb adsl frá símanum) sem að mér fannst mjög skrýtið. Ég ákvað að setja upp firewall, nota alla cleaners (adaware og spybot) og ákvað líka að smella norton upp. Bætti það ekkert og ég downloadaði enn mjög hægt (tops 10 kb, hélst stundum stable í 5)en uploadaði enn full speed.

Ákvað ég þá að hringja í simnet þar sem að ég var fullviss um að þetta væri þeirra meginn, eftir að hafa fengið svona 5 sinnum “restartaðu modeminu” þá lenti ég loksins á einhverjum sem vissi eitthvað og hann sagðist halda að þetta væri modemið (er með gamla alcatel 1000, elsta modemið) og sagði mér að koma með það uppí kringlu fyrir lokun. Fer ég með það uppí kringlu og hann prófar modemið þar og downloadar á full speed þar og ekkert að.

Þá var ég farinn að halda að þetta væri línan hér í húsinu eða eitthvað í þá áttina og þeir skoðuðu hana frá simnet og sögðu að þeir sægju ekkert óvanalegt við hana. Þannig að ég ákvað að skipta um netkort, það gerði ekkert gagn, hringdi í simnet og sagði þeim alla söguna einu sinni enn og þeir ákváðu að senda mann hingað með laptop að prófa tenginguna. Tengdi hann sig við modemið og downloadaði hann á full speed þannig að þetta hlaut greinilega að vera tölvan.

Ég var að enda við að formatta núna rétt áðan, er búinn að setja allt upp, service pack 4 (win 2000) og enn er þetta svona, ég downloada ofurhægt en uploada samt á full speed. Samt pinga ég alveg perfect sem er það skrýtna við þetta allt saman ?

Pinging mbl.is [193.4.96.21] with 32 bytes of data:

Reply from 193.4.96.21: bytes=32 time=16ms TTL=57
Reply from 193.4.96.21: bytes=32 time=16ms TTL=57
Reply from 193.4.96.21: bytes=32 time=16ms TTL=57
Reply from 193.4.96.21: bytes=32 time=16ms TTL=57

Ping statistics for 193.4.96.21:
Packets: Sent = 4, Received = 4, Lost = 0 (0% loss),
Approximate round trip times in milli-seconds:
Minimum = 16ms, Maximum = 16ms, Average = 16ms

Þannig að núna stend ég á gati og hreinlega veit ekkert hvað getur verið að, er einhver hér sem gæti haft einhverja lausn á þessu ?

<br><br>Go get your gun because god wont show ! He sent a poem instead.
A winner never quits and a quitter never wins.