Ég var búinn að senda þetta inn áður en nú er það horfið…. skrítið. Kannski eytt af því að ég setti í vitlausan kork?

En allavega:

Ég er að fara að kaupa mér fartölvu á næstunni og ég hef leitað vel og lengi og hvergi fundið neitt sem hefur allt sem mig langar í. Og hvað vill ég hafa í tölvunni?

Að minnsta kosti 1.4GHz Centrino örgjörvi
40-60GB harður diskur
Ati Radeon 9200, sambærilegt eða betra
DVD skrifari (helst bæði CD skrifari og DVD skrifari)
Að tölvan endist lengur en 3 klukkustundir á batteríinu.

Ég veit ekki hvort þetta eru nokkuð óraunhæfar kröfur, en ég hef rekist á tilboð þar sem tölvan hefur flest af þessu, en klikkar svo á einu atriðinu, oftast annaðhvort örgjörvanum (er þá ekki Centrino), skjákortinu (Intel Extreme Graphics er drasl) eða DVD skrifaranum (sem sagt DVD skrifari er ekki í tölvunni).
Og nú spyr ég ykkur hvar ég gæti mögulega fundið svona tölvu til sölu á Íslandi (helst undir eða um 200.000.<br><br>______________________________
“Ef ég bara hefði útvarp, þá gæti ég búið til alheimsþýðingarvél!”
- Georg Gírlausi


“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en stundum stendur eikin á hól eða hæð og eplið rúllar niður. Langt niður.”
- Ég

Dear God bréf komin á síðuna:

Síðan mín