Málið er það að ég er að fara fermast eftir einhvern tíma, og fæ þá eflaust eikkað smá pening, en þá langar mig til að öppgreida tölvunni minni. Hún fer bráðum að skíta á sig.. Hitman er líklega síðasti nýji leikurinn sem vélin mín mun ráða við.. en þær ráðleggingar sem ég hef fengið eru svo.. að kaupa í hófi, hafa móbóið efst í forgangsröð (geri það) ég ætla að fá mér eikkað gott móbó sem styður Pentium örra. Eitthvað sem endist og virkar vel.
En svo er allt í tölvunni svo drullulégt, harðidiskurinn-4,3GB, Voodoo3 2000 og Sound Blaster 16!!!!!! hvað er maður að hugsa!! Svo er örrinn 266MHz Celeron (BT vél, bilanatíðnin er engin hjá vélinni minni) og það er náttúrlega
ógeðslegt að hafa svo lítinn örra, en það sem ég ætla að reyna að gera er að kaupa gott móðurborð en ekki að fá mér súper-örra, heldur svona meðal-örra,
500-600MHz, það mun alveg duga í alla vinnslu hjá mér, en svo langar mig í GeForce kort sem er GPU, og þannig bjargar örranum mínum. En málið er hvaða GPU kort..
Ég nota tölvuna mína ekkert í þung forrit, ég var einu sinni með 3d stud MAX, vá.. en tölvan fór aldrei niður fyrir 23% System Resources.. og hún var þá 266MHz, 4,3GB, 64mb.. en núna 128mb sdram. En ég nota leiki mikið, t.d. Hitman, Counter-Strike svo nota ég forrit eins og Flash 5 og Dreamweaver 4.. þau þurfa þónokkuð..
Mig langar svo ekki í uppfærslutilboð, það eru bara
AMD Duron í boði.. og rándýr P4 tilboð..
En hvað mynduð þið ráðleggja mér í þessu máli??
Hvaða móbó, CPU, GPU og fl.. hvað er best og ódýrast..?
SIGZI