Ég er nýbúin að kaupaa mér nýtt móðurborð eða fyrir svo a mánuði eða aðeins meira. Ég hef allan tíman átt í vandræðum með það. Ég er sko enginn meinstari í svona vélbúnaði þannig að ég ætla samt að segja ykkur hvað hefur gerst oh hvort þið getið leyst vanda minn.. Ok rétt eftir að ég keipti þetta þá ákvað ég náttla að setja þetta í þótt að ég hefði aldrei gert það áður. Það gekk allveg mjög vel að ná þessu gamla úr og svoleiðis og setja þetta í og tengja allt. En svo þegar að ég kveikti á tölvunni þá kveiknaði aldrei á skjánum þótt hann væri í sambandi og allt. Svo seinna komst ég að því að það var ekki réttur brautarhraði á vinnsluminninu þar sem hann var bara 133 mhz en það þurfti að minnstakosti 266. Ég keipti mér Kingston 333 mhz minni og allt og þá byrjaði þetta að virka. Það virkaði í viku.. þá tókst mér að eyðileggja AMD Athlon Xp 2000+ örran sem ég var að nota þótt að hann hafi reyndar alltaf verið til vandræða. Svo keipti ég mér nýjan AMD Athlon XP 2700+ fyrir u.þ.b. viku… Þá gerðist það sama og gerðist fyrst… Og þá var ég orðin pirraður.. En svo loksins 2 dögum seinna þá virkaði þetta að einhverri ástæðu.. En þá var skjárin bara svartur og það voru grænar línur í honum.. Það heyrðist samt píp og allt sem segir að það sé allt í lagi en það hafði aldrei heyrst áður. Þá prófaði ég að skipta um 3D kort og það virkaði og þá komst ég að því að glænýja ATI Radeon 9800Se 3D kortið mitt var bilað. Og þá var ég pirraður, er tölvan virkaði með þetta gamla skjákort og allt. En ég komst ekki inní windowsið annaðhvort slökkti tölvan á sér eða þá að hún restartaðist, þetta gerðist líka þegar að ég ætlaði að formatta. Þá var ég orðin VERULEGA pirraður og langaði að hennda öllu þessu bara í ruslið en ég gerði það náttúrulega ekki. Svo fór ég að tala við frænda minn sem er meira tölvunörd en ég og hann sagði að hann hefði lennt akkurat nákvæmlega því sama, að tölvan hefði annaðhvort slökkt á sér eða restartast þegar að ég hafi ætlað að fara inní windowsið. Hann sagði mér að hans móðurborð hefði verið bila og hann hafi þurft að endursenda það og fá nýtt. Ég er bara að spyrja ykkur eftir að hafa sagt ykkur sögu mína hvort að það sé rétt að nýja móðurborðið mitt sé gallað eða hvort að það sé eitthvað annað að. Ég tek það fram að ég er ekkert sérstaklega góður á lyklaborðinu og það sé ábyggilega frekar mikið af insláttarvillum og svoleiðis en ekkert vera að segja neitt um það bara segja mér hvað er að.
Kv. Huglion

BTW: váá hvað þetta er langt þetta gæti verið grein :D