Ég á 180 gb samsung disk sem ég keypti hjá tölvulistanum… Allt hefur gengið vel með diskinn, hef átt hann í ca. 5 mánuði, en allt í einu um daginn þegar ég ætla að defragmenta diskinn þá segir talvan mér að setja scandisk í gang, ok ég geri það, talvan segir að hún láti scandisk í gang næst þegar ég kveiki á tölvunni, ég restarta henni og ekkert scandisk birtist! Þá ætla ég að fara að reyna aftur en þá er harði diskurinn horfinn! Ég fer í control panel og administrative tools og þar eftir götunum og finn diskinn aaftur en þá fer tölvan að væla í mér að láta formatta diskinn! Ég á náttúrulega alveg helling af verðmætu stöffi inni á tölvunni ritgerðir og þess háttar og ég vill ekkert tapa þessu! Svo spurningin hvernig kemst ég inn á diskinn til að taka af honum það allra heilagasta áður en ég formatta hann??????