Nýverið labbaði ég inn í verslun að bæjarlind 1 í kópavogi, búð að nafni start.is. Það er nú ekki frásögu færandi, nema það að ég var að spá í að kaupa mér tölvu. Jú jú, ég skoðaði allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, en þarna rakst ég á svoldið sérstakt. Móðurborð frá Gigabyte, K8NNXP, móðurborð fyrir AMD 64. Ég skoðaði verðmiðan og viti menn, þetta borð var ódýrara en flest intel borð í dag.

Löng saga stutt.

Ég lét verða af því, ég er núna stoldur eigandi, Amd64 3200+, Gigabyte K8NNXP, og Radeon 9800XT, og svo fullt, fullt af öðru dóti sem ég setti samann. óklukkuð er þessi vél að skora yfir 7000 stig í 3D mark ´03. Svo las ég mig aðeins til um Win XP64 sem er að koma, og þangað til verður vélinn mín með eina hendi bundna fyrir aftan bak. (Win XP er 32-bita)
Þetta er algert monster, alveg sama hvað ég læt hana gera hún hikstar ekki.

Hvað finnst ykkur um þesa vél?
Þeir tala lang mest…sem geta ekkert.