Gáðu fyrst hvort þú þarft kælingu. Prófaðu það til dæmis með því að lesa heilann geisladisk inná harða diskinn og finndu síðan hvort hann hitnar. IBM eru það góðir diskar að þeir hitna ekki mikið.
IBM diskarnir hitna ógeðslega mikið. Ég keypti 45BG 7200RPM IBM disk í gær og eftir smá notkun er varla hægt að snerta hann. Svo er ég líka með Maxtor 30GB 7200RPM sem rétt volnar. Er þetta einhver galli hjá IBM?
Ég held að það sé til eitthvað svona dæmi til í Tæknibæ. Eitthvað erm ver í 5 1/4 holu, þ.e.a.s ef diskurinn þinn er þar fyrir innan ;)
Ég er með einn Fujitsu 8,4GB og annann IBM 30,7 báðir 72000RPM og satt að segja veit ég ekkert hvrot að þeir hitni. Því ég hef aldrei káfað á honum, tölvan mín er alltaf lokuð. Skiptir það máli? Eða ég meina getur harði diskurinn hitnað svo mikið að hann skemmist?
ÉG á svona apparat sem heitir Herminator, geðveikt massívur heatsink og svo tvær litlar 4cm viftur sem blása lofti frá drivebayinu. Er með myndir af honum einhverstðara, þarf að minka þær og posta hérna.
Ég mæli með kælingu á einmitt 7200rpm IBM ATA100 diskunum held að þeir heiti DeskStar GPX 75 í því tilviki sérstaklega þegar tveit eða fjórir eru keyrðir á hardware RAID og mar þarf að hrúga diskunum mjög nálægt hverjum öðrum það geta myndast hitapollar í kassanum og steikt einn eða fleiri af diskunum. Það eru víst ekki bara örgj. sem hitna.
Ég er með 20gb IMB 7200rpm Ultra ATA100 og hann á til með að hitna en er líka farinn að gefa frá sér hátíðní hljóð sem maður fær hellu af…. eitthvað annað að gera en að skila honum og fá nýjan ??
Akvuru eru mid-size kassar svona fáránlegir. ég meina það, maður getur ekkert verið að láta tvo HD í þá, Það er pláss fyrir tvo, en þá verða þeir að vra klesstir upp við hvorn annan. STUPIDITY!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..