Heh,, KT-133A borðin eru nýkomin á markað, Það er KT-133 sem hefur verið til síðan í fyrra sumar.
99% af veseini með þessi borð er vegna þess kaupandinn kann ekki
að fara með það ! Abit KT7 og KT7A eru stíluð á yfirklukkara og
ekkert annað. Flest allar hardcore hardware síður kusu Abit KT7-raid besta KT-133 moboið í fyrra og sama er í gangi með KT-133A.
Icrontic.com voru að keyra KT7A á 183mhz buz og fullyrða að
ekkert annað borð leiki það eftir. En HPT370 raid controlerinn
frá Highpoint hefur verið til vandræða fyrir sumar tegundir af
hörðum diskum og hefði ég persónlega viljað Promise controler
í staðinn. Ég hef verið að keyra KT7-raid síðan í september
gersamlega út úr klukkað og ekki tekið feilpúst.
Ef Jón Jónsson spyrði mig álits um tölvukaup og væri spenntur fyrir AMD lausn, jú hann hefur heyrt það sem fleiri vita í dag
að það eru bestu kaupin, en ég kannast aðeins við jón og veit
að hann er ekki mikill hardware kall, fer mest á netið og spilar
Red Alert þá myndi mér ekki detta í hug að mæla með KT7 línunni
frá Abit, bæði vegna þess að það er dýrara en önnur borð og
hann notar ekki fídusana sem borðið bíður uppá.
En ef Halli harði spyrði mig, og ég veit að Halli er hardware
kall og vill kreista sem mest út úr græjunni Þá er Abit KT7A
borðið sem hann er að leita að !