ÉG oft pælt í því hvernig það á að overklokka örgjörva, lengi vel hélt ég að maður ætti að færa e-a pinna á móðurborðinu eins og á hdd (úr master í slave og soles) En tölvan mín var komin í algjört hakk þannig ég ákvað að formata hana og “núlla” Bios-inn (það er gert með breytingu á pinnum) Þannig ég fór að lesa bæklinginn sem kom með móðurborðinu (MSI 645 Ultra-C, fyrir intel)
Þar stóð að það eigi að fara í BIOS og fara svo í Frequency/Voltage control, taka “detect CPU fsb clock” af (setja á manual). Svo á maður að breyta “CPU FSB Clock (mhz)” og breyta í 100 og það sem maður vill. Þetta er prósenturnar sem þú vilt hækka, s.s 100 mhz er 100% og 110mhz, 110% af afli örgjörvans.. :)
Þar var einnig sagt að það sé best fyrir tölvuna að overklokka ekki meira en 10%, en ég vill vera öruggur og læt nægja 8% yfir.
Þetta tók örgjövan minn úr 2 ghz, í 2.18 ghz.
Ekki spyrja mig afhverju hann fór ekki í 2.16 ghz (2*1,08)
En þetta er ágætt líka :D
KV.Sammi