Hard disk problem....
Ég lenti í því í gær að ein tölvan mín fraus og ég þurfti að restarta henni… þá kemur þessi scandisk og segir mér að tölvan þurfi að skanna harðadiskinn til öryggis… og blablabla þetta venjulega, allt gott og blessað með það,.. en málið er að scandisk er núna búinn að keyra í einhverja klukkutíma hjá mér og alltaf byrjar hann upp á nýtt… þ.e hann klárar aldrei að skanna heldur byrjar aftur. Eftir 10 skipti þá kom windows með skilaboð um að scandisk hefði byrjað upp á nýtt í 10. skipti og spyr hvort ég vilji fá þessi skilaboð aftur. Ég sagði nei og scandisk er búinn að keyra síðan, og byrjar alltaf upp á nýtt. Ég veit ekki hvort hann skanni eitthvað meira í hvert sinn en mér sýnist þetta alltaf vera það sama. Hefur einhver séð eitthvað svipað… er harðidiskurinn minn ónýtur… mun scandisk keyra að eilífu??? Vonast til að einhver geti gefið mér svör.