Eftir mikla ígrundun á markaðinum í dag (Utanlands auðvitað), og vitandi það að tölvubúðir hér eru þótt ótrúlegt megi virðast, komnar lengra aftur fyrir markaðinn úti en fyrir svona ári síðan,
þá er ég búinn að kaupa nýja vélbúnaðinn í tölvuna mína (að utan).
Þrátt fyrir það að þetta gæti virkað sem mont, þá vill ég líka benda ykkur á það hvað er hægt að fá í dag.
Móðurborð: ASUS A7V133
Afhverju fékk ég mér ekki AbitKt7(A) - Raid?
Vegna þess að það móðurborð hefur stundum ekki virkað nógu vel hjá fólki, auk þess sem að Asusinn er með Promise Raid controller.
ATH: Þetta er KT133A chipset, sem gerir allan gæfumuninn, í dag eru fáir, ef eitthverjir að selja slík móðurborð á íslandi, og þú ert að henda peningunum ef þú kaupir þér KT133 en ekki KT133A, því að A útgáfan ræður við 133 mhz minni, og getur overclockast í svona 144-147 eftir móðurborðum og minnistegundum.
Minni: 2x 256MB PC-133 CAS2 minni frá Micron
Minni er orðið svo ódýrt aftur að það er ekki fyndið, borga 7þúsund fyrir kubbinn úti.
Þetta er einnig ástæða fyrir því að ég fékk mér ekki DDR, því í dag þá er magn mikilvægara en DDR, auk þess sem heyrst hefur að þegar að næsta útgáfa af DDR kemur út (166mhz DDR og yfir) að þá verður PIN settið öðruvísi sem þýðir það að öll DDR móðurborð í dag eru ekkert sérstaklega langlíf.
Diskur: 45 GIG Ibm ULTRA Ata 100, 8.5 ms
Þarf í raun ekki að segja meira, fæ mér annan eins disk eftir nokkra mánuði og keyri þetta í Raid-0 config, blautur draumur :)
Örri: Því miður þá varð Athlon-C sendingin uppseld mjög fljótlega þannig að ég endaði á því að fá mér athlon tb 1200mhz(200mhz fsb) en þar sem það er mjög auðvelt að overclocka hann þá breyti ég bara multiplayer úr 12x í 9x og FSB úr 100 í 133 og þá er hann að keyra á fínum hraða.
Enda er svona “overclock” öruggast í dag.
Kæling: Ég skellti mér á Thermaltake Volcano 2 og ArticSilverII kælikrem, ætti að duga mér, þar sem ég efast um að ég fari að overclocka eitthvað alvarlega :)
Nú, framtíðar upgrade path er að taka Geforce2 MX kortið selja það og fá mér Geforce 3 MX eða sjá hvort að Ati læri að búa til drivera, allavegna finn ég ekki fyrir þörf til þess að uppfæra skjákortið fyrr en svona um jólin.
Að öðru leyti þá myndi ég segja að þetta sé svona most bang for the buck í dag, þroskuð tækni, og performance á við DDR móðurborðin, sem að nota bene, eiga eftir að þroskast töluvert í viðbót og eru auðvitað framtíðin.
<br><br>.kjwise