Ég sé á valinu að þú ert að tala um pakka frá <a href="
http://www.tolvuvirkni.net">www.tolvuvirkni.net</a>. Helv fínir strákar sem ég er farinn að versla töluvert við og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Breytingin frá Pro í XT kostar um 8 þúsund sem er alls ekki þess virði.
Slepptu XP Home. Það er ekki þess virði. Vertu Pro :) eða Linuxaðu eins og maður.
Ef þú ert að hugsa um yfirklukkun er VIA KT600 ekki að fara að gera neinar rósir fyrir þig. Þú værir betur staddur með Shuttle borðinu eða fara í Gigabyte borðið sem er aðeins dýrara (bæði með nForce2 400 kubbasettinu). Annars er þetta fínnt borð. Búinn að prófa það einu sinni tvisvar. Fullt af aukahlutum á því fyrir engann pening og stöðugt. Verst að þeir asnist ekki í VIA Envy hljóðkort eins og sumir eru farnir að gera.
Ég er sammála einhverjum um að fara í 350w spennugjafann. Það er öruggara og ætti ekki að kosta nema 1000kr. Gefur þér líka smá auka orku ef þú bætir einhverju miklu við þessa vél.
Þá ertu kominn með feikilega góða vél fyrir lítinn pening. AMD 2500+ er eins góður örgjörfi og hægt er að fá fyrir peninginn auk þess sem hann er skítkaldur og getur verið með hljóðlausa kælingu ef hann er keyrður á 1,83GHz. Flestir fara samt í 3200+ með smá spennuhækkun.
GJ