halló,
ég var að spá í að fá mér hátalara við tölvuna, er orðinn soldið pirraður á þessum heyrnatólum.
Ég var að skoða hið mikla úrval frá Creative! Ég er með Soundblaster Live! Value og var að velta því fyrir mér hvaða hátalarasett frá Creative væri svona best. Ég ætla eingöngu að nota þetta til að hlusta á tónlist, enga leiki og þess háttar.
Þetta er það sem kom fyrst í huga hjá mér: DeskTop Theater™ 5.1 DTT2200
ég vill ekkert vera að fara versla fyrir neitt of mikið, svona 15-20þús kr. Bara spurning um hvort ég er ekki að fara kaupa eitthvað sem er betra en hljóðkortið mitt og ég þyrfti ekki að fá mér.
endilega gefið mér info.
kv,
egill.