Hér í denn átti ég alveg stórskemmtilega tölvu sem var ættuðu frá Singapore. Hún var með því glæsilega stýrikerfi Windows 95. Þegar ég sá hvað netið var að verða mikilvægur þáttur í lífi manns þá ákvað ég að fjárfesta í innbyggðu 33.6 kps módemi og setti í hana.
Eftir mikið vesen fékk ég það loks til að vinna og gat ég ekki þakkað Windows fyrir það. Síðan eftir svona mánuð þá einn daginn kom skemmtilegur “vandamál” upp.
Ég var að brjóta lög og ná í eitt stykki mp3 lag á netinu. Þá komst ég að því að tölvan var ekki að móttaka gögn frá netinu ef ég fór frá henni.
Eftir mikil heilbrot fattaði ég að maður þurfti að hreyfa <b>músina</b> til þess að tölvan móttæki og sendi gegnum netið.
Ég vildi ólmur fá lagið svo ég var í 20 mínútur hreyfandi músina þar til að lagið var komið.
Sömuleiðis ef ég var að skoða heimasíður þá þurfti ég stannslaust að vera að hreyfa músina.
Stuttu seinna fékk ég nýja vél og hennti þeirri gömlu.
Ég komst aldrei að því hvað ylli þessu en ég er nokkuð viss að svona lagað gerist aðeins í Windows.
Eina