Málið er að mamma var eitthvað í tölvunni að tékka á heimabankanum eða eitthvað þegar allt í einu skjárinn tekur eitthvað flipp eins og það hafi verið slökkt og kveikt aftur á honum, nema að hann sýndi bara eina rönd í miðjunni. Því miður var ég ekki heima svo að mamma og litli bróðir fiktuðu eitthvað og náðu að koma skjánum nokkurnveginn í lag. Nema málið er að skjásvæðið er fast í max whith, það er ég sé File - Edit - View - o.s.frv hlutann af skjánum en _ [] X hlutinn er í felum LENGST til hægri.
Það er hægt að scrolla skjánum, bæði upp og niður og til hliðar. Það er hægt að stilla hæðina á skjásvæðinu, en whith stillingin er eitthvað biluð. Ég er búinn að prófa að restarta tölvunni, taka allt úr sambandi og tengja aftur, uninstalla driverum, reyna að restarta skjástillingum, ná í nýjustu driverana frá ATI en allt kemur fyrir ekki, ennþá er skjárinn í ruglinu…
Getur eitthver að minnsta kosti reynt að hjálpa mér eða komið með uppástungur
P.S. búinn að reyna að skipta mömmu út, án árangurs… verð annaðhvort að kaupa nýjan skjá, eða laga þennan og kaupa drasl tölvu handa mömmu svo að ég þurfi ekki alltaf að vera að redda tölvunni minni eftir mess-upin hennar mömmu :(<br><br>Whuteva…
Whuteva…