Ég er með hljóðkortið mitt tengt við
sjónvarpið til að fá hljóð við bíómyndirnar
sem ég horfi á með tv-out. Það kemur alltaf
svo mikið suð í hljóðinu, þetta er svona
constant suð, alveg sama hvað ég hækka
og lækka tölvumegin… en hækkar ef ég hækka
í sjónvarpinu. Veit einhver hvað þetta
gæti verið? RCA snúran er frekar löng, 15m og
engin gæðasnúra, bara venjuleg. Mér dettur
helst í hug að þetta sé eitthvað með snúruna
eða þá lélegt hljóðkort, það er líka frekar
gamalt…
HJÁLP!!!!