Sælir / Sælar
Ég leita nú hjálpar þar sem ég er kominn í þrot.
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér USB2 box og í því er 120gb fartölvu-harður diskur sem ég vildi gjarnan tengja við fartölvuna mína.
Þegar ég tengi boxið við USB2 tengið mitt í tölvunni (ég er með XP Pro) að þá poppar upp New hardware found og hún byrjar að setja það upp, hún kemur ekki með nein villuskilaboð, en þegar ég fer í device managerinn að þá er spurningarmerki yfir “USB Mass Storage Device”.
Þegar ég vel properties fyrir það kemur upp “This device cannot start. (Code 10)”. Skv leiðbeiningum (því ótrúlegt en satt að þá fór ég eftir manualinnum) á að vera nóg að tengja boxið við og tölvan á að installa drivernum autómatíst frá sytem fælunum.
Á disknum sem fylgir eru því engir driverar fyrir XP, heldur einungis win98. Þegar ég vel “update driver” og læt hana leita af betri driverum segir hún að hún hafi ekki fundið betri drivera en þá sem hún er þegar að nota.
Einvherjar hugmyndir??<br><br>ask | bergur.is