Af lýsingunni að dæma gæti verið að harði diskurinn sé ekki lengur stilltur á Ultra-DMA. Prufaðu að fara í Properties á Primary IDE channel í device managernum hjá þér, fletta yfir á Advanced settings og skoða transfer mode. Það ætti að vera “UDMA” eða eitthvað álíka, en ekki “PIO mode”.
Þetta gerðist á lappanum hjá mér fyrir stuttu, þá er öll diskvinnsla rosalega hægvirk og skruðningar í hljóðkortinu þegar mikið er að gerast á disknum. Ég var með primary channel á U-DMA en einhverra hluta vegna small hún yfir á PIO-mode og ég hafði ekki lengur val um U-DMA. Það sem ég gerði var að ég fór í device manager og gerði uninstall á PRIMARY IDE CHANNEL undir IDE ATA/ATAPI controllers. Svo restartaði ég vélinni.
Þegar hún var búin að ræsa sig aftur, fór ég aftur inn í Device manager og í properties á Primary IDE channel og advanced settings. Þá gat ég aftur valið DMA if available.
Þá fór tölvan að vinna eins og hún átti að gera.
Það er eins og þetta sé einhver böggur í WinXP, allavega lenti ég í þessu og a.m.k einn annar sem ég veit um.