Ég er að spá í að losa mig við eina vél, er samt ekki viss. Þannig hvort sem þið hafið áhuga eða ekki mættuð þið alveg koma með verðhugmyndir.
Örgjörvi: AMD Athlon 1500XP
Skjákort: Geforce 2 MX400 64mb
Vinnsluminni: 256mb DDR (annað hvort 266 eða 333 mhz, er ekki alveg viss)
Móðurborð: A Open, AK77 PRO, AMD Athlon Thunderbird & Duron Socket A 4X AGP DDR ATX Motherboard
Harður diskur: 6gb (4 ára gamall)
Turnkassi: 4 ára, veit ekki meira en að hann ræður ekki við 2 geisladrif.
Man ekki hvernig hljóðkort var, en það virkaði fínt þangað til ég fékk mér nýja. Held það hafi verið soundblaster.
Skjárinn er eitthvað bilaður, litirnir haldast ekki alltaf og verður allt þá með blá-grænni slykju.
Ekkert lyklaborð er með en Genius kúlumús er til staðar.
Það er ekkert stýrikerfi, það þyrfti að formatta diskinn og setja upp stýrikerfi.
Ekkert geisladrif þar sem ég færði það yfir í nýju vélina.
Hvað mynduð þið telja raunhæft verð fyrir þetta?
<br><br>“Stundum þarf maður að pissa, stundum þarf maður að pissa meir.”