Það hefur verði nokkuð um það að socket 370 og nú P4 móðurborð hafa verið að bila útaf bólgnum þéttum í kringum örgjafann…
Þéttarnir eiga að vera alveg sléttir ofaná en ef þeir bólgna aðeins (verða kúptir ofaná) þá eru þeir ónýtir…
Vandamálið lýsir sér þannig að vél fer að endurræsa sig í sífellu eða bara ræsa ekki neitt….
Svo eru tilfelli þar sem ekkert skeður þó að þéttarnir séu bólgnir….en þá er bara tímaspurnsmál hvenær móðurborðið bilar.
Ég vildi bara benda á það ef móðurborðin eru dottin úr ábyrgð þá er frekar auðvelt að laga það ef menn hafa kunnáttu á lóðbolta og eiga smá aur f. þéttum….
Og það þarf að athuga að það er ekki nóg að skipta bara um bólgnu þéttana heldur þarf að skipta um ALLA þétta af sömu stærð.
En ef þau eru í ábyrgð þá er best að fara með móðurborðið til seljanda…
Ástæðan f. því að ég pósta þetta er sú að menn vilja oft eyða löngum tíma í að skipta um minni eða formatta vél þegar þetta getur verið vandamálið og þar sem það er mjög auðvelt að sjá þessa bilun þá má athuga það fyrst….
Með von um að þetta hjálpi
MegaMoli tæknimaður :)