Já fyrst svo útskýri ég þetta betur, OK það er ekki WIN2k sem að er sökudólgurinn í þessum efnum, það er leikurinn og að hann haldi ennþá að þetta sé gamla WINNT.
Margir ekki allir nota directX til að stjórna grafík og hljóði í leikjum, leikir sem verið er að setja upp tjékka á uppsettu directx og ákveða hvort þessi útgáfa styðji alla fídusa sem að leikurinn þarf að fá frá directX. Leikurinn tjékkar bara á því hvort hann sé á NT eða ekki og af því að leikurinn “veit” að NT styðji bara eina útgáfu af DirectX og hún er ekki studd af leiknun þá bakkar leikurinn út úr setupinu og segir að leikurinn sé bara spilandi í win95 eða 98. Nú ef að leikurinn mundi tjékka á útgáfunni af directX í staðinn fyrir útgáfuna af stýrikerfinu þá mundi installið ekki springa, því myndi flestir leikir virka á Win2k, en við myndum aldri vita því að ef að leikurinn ætti að breytast til að geta stutt Win2k þá þyrfti bara að breyta installiation programinu. Nú ef það vill svo til að leikurinn þinn virki á Win2k þá notar sá leikur þarafleiðandi ekki Registry til að safna upplýsingum um tölvuna, þessvegna virkar Motoracer en ekki Thief….
Nú aftur að hlutanum þar sem leikirnir virka, ef að þeir gera það þá virka þeir mjög vel því að stýrihamurinn í kerfinu er alveg til fyrirmyndar. Því er ekki við Win2k að sakast heldur að fyrirtækin sem að standa á bak við leikinn fari að hanna ísetningarviðmótin sín rétt.
Til að minna betur á hvað leikirnir virki vel í Win2k þá er það af því að til dæmis það notar kjarna NT sem að notast við SCSI diskastýringu en Win9x við IDE, sem að þýðir bara eitt að meiri gögn nást af disknum sem þýðir betri keyrsla. Þessvegna er ég með winME og Win2k á tölvunni minni því að ég vil vera í umhverfi þar sem að er ekki mikið um frost og óstöðugleika, ef að leikurinn virkar í win2k þá nota ég hann frekar þarna en ef ekki þá get ég alltaf notað bara winME.
TRan: ég hefði náttúrulega átt að halda þennan fyrirlestur bara strax því til að komast hjá einhverjum skoðanaárekstrum en verð samt að setja út á þetta amatörasvar þitt á móti um að “þínir” leikir virki……. ætli tycoon sé ekki bara svona vel hannaður það er að segja innsetningarviðmótið.