Daginn/kvöldið,

Ég er með Asus AAM6000EV router frá Boðeind. Mig hefur lengi langað til að geta haft webserver og eða ftp server á einni af tölvunum sem er tengd honum, en hann hleypir engri traffík í gegnum sig. Ég held nú að það sé hægt að configura hann til að forwarda traffík á ákveðna IP-tölu á laninu, en ég veit ekki alveg hverju ég á að leita að.

Útgáfan sem ég er með er eingöngu stillanleg í gegnum Hyper-terminal, en ekki vafra, þannig að þetta er ekkert rosalega user-friendly.

Ef ég fer í option sem heitir “Network service maintenance”, þá fæ ég upp 4 möguleika:

1. ARP Table maintenance
2. Routing table maintenance
3. DHCP server configuration
4. NAT configuration

Er þetta undir NAT configuration? Mér finnst það frekar líklegt þarsem að þar eru valmöguleikar í sambandi við Port mapping.

Er einhver hérna sem á þennan router og þekkir hvernig þetta er gert? Eða á ekki svona router, en telur sig samt vita það? :D