Ég á MouseMan, fjögurra takka yndælis mús frá Logitech. Ég formattaði nýlega og til að nýta þetta tæki betur fór ég á netið og d/l-aði viðeigandi driverum og þá kom upp vandamál.
Pointerinn hreyfist hægt. Allt of hægt. Jafnvel á hraðasta setting hreyfist hann hægt. Nú gott og vel, ég valdi medium acceleration og allt var gott. Þangað til ég fór að spila leiki þar sem gameplayið gengur út á músarnotkun (Warcraft 3, Neverwinter Nights…) því þar er engin músarhröðun. Því spyr ég:
Er hægt að gera nokkuð í þessu (tweaking or otherwise) og þá hvað? Ég vil helst ekki bara nota e-n Ms XP driver því þá er músin bara viðurkennd sem þriggja takka. Öll hjálp þegin með þökkum.
tack tack
–Tyrael Drekafluga–