Sælt veri fólkið,

Mig langar aðeins að miðla af reynslu minni í þessum málum.

Ég er einn af þeim sem er kominn með ógeð á því að vera með heyrnarskjól á eyrunum þegar ég er með kveikt á tölvunni minni.

Ég sá fyrir mér x2 möguleika í stöðunni,

nr. 1. var sá að kaupa mér Dell tölvu (eða frá öðrum vönduðum framleiðanda) þar sem ég veit fyrir víst að eru mjög mjög hljóðlátar.

nr. 2. að kaupa mér hljóðlátari viftu og powersupply.

Þar sem fjármagn var af skornum skammti þá ákvað ég að vara með nr. 2. Ég verslaði mér Zalman powersupply og Zalman “flower” viftu hjá Task.is og hrúgaði þessu í vélina mína.

Ég get fullyrt fyrir víst að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að hafa eytt ca. 16.000.- í hljóðlátari viftur sem voru jú hljóðlátari en orginal dótið, en ekki nógu hljóðlátt.

Ég mæli því sterklega með að kaupa vandaða hljóðláta tölvu frá virtum framleiðanda í stað þess að fara leið nr. 2.<br><br>kv. arib | <a href="http://blogg.ari.is">blogg.ari.is</a