Sælir/sælar
Ég er í smá vandræðum. Ég er með mpeg fæl sem er ca 450-500 MB. Í tölvunni minni get ég bara horft á ca 15 mín og þá stoppar allt nema það heldur áfram að telja teljarinn. Hljóðið hættir og einnig myndin, hún bara stoppar.
Ég er með 192 MB minni en svo prófaði ég sömu skránna í annarri tölvu með bara 128 MB minni en það stoppaði á nákvæmlega sama stað. Ég prófaði einnig fleiri skrár til að sjá hvort skráin væri ónýt en það stoppaði líka.

Spurning mín er því sú. Hvað þarf ég að hafa til að geta klárað að horfa á þetta??? Ég á aðrar skrár sem eru 150-200 MB og ég get klárað að horfa á þær!?!?!?!?

Er einhver með hugmynd???
Kv.