Líklega er sjónvarpið þitt það “gamalt” að það skilur ekki s-video merkið frá skjákortinu þínu. Til að laga þetta er oft hægt að breyta stillingum í display settings fyrir skjákortið í tölvunni. Þá þarft þú að velja properties fyrir sjónvarpið, eða select output device ef það er hægt að velja það hjá þér. Velja TV sem display nr. 2 og velja B/pal fyrir format á TV og ef þú getur einhversstaðar valið Video output format þá velur þú composite video out. EF þetta virkar ekki, þá gætir þú þurft að láta breyta skarttenginu sem þú setur í sjónvarpið þannig að það sendi composite merki til sjónvarpsins. Stundum virkar að tengja scartið í video tæki ef það er nýrra en sjónvarpið! 'ymsir möguleikar….vonandi gengur þetta vel hjá þér!