HJÁLP !!!! 160 Bb diskur verður að 128 Gb
Ég var að fá mér 160 Gb Seagate Barracuda og tróð honum í tölvuna og vonaðist svo til að hann mundi bara virka eins og algjör asni. Hann gerði það ekki og ég fór að fikta :( Breytti einhverjum stillingum í bios og valdi large ( man ekki í hverju, en allavega undir harða disknum) Síðar komst ég að því að það þyrfti að fara í Disk management og far í new partition því að hann var nýr, ég gerði það og þá kom að hann var bara 128 Gb. Ég fór að skoða hlutina betur og komst að þvi að ég hefði gert þau ljóskumistök að gleyma að setja stillingarnar aftur á auto í biosinu og meira að segja biosið greyndi diskinn á þeim tíma sem 128 Gb. Jæja, ég breytti öllu í auto og nú segir biosið að diskurinn sé 160 Gb. En vandamálið er það að þegar ég fer í disk management þá stendur ennþá þar að hann sé bara 128 Gb. Eins og það sé fast inni í minni. Ég prufaði að aftengja diskinn og endurræsa tölvuna, tengja síðan diskinn aftur og prufa og enm var þetta svona. Þá prufaði ég að víxla gamla og nýja disknum (slave og master) og þetta er ennþá svona. Hvað í andskotanum get ég reynt að gera ?????