Centrino er heiti yfir nokkra hluti sem eru sameiginlegir í öllum tölvunum sem inniheldur centrino tæknina, en það eru Pentium M örgjörvi, WiFi þráðlaust netkort frá Intel og eitthvað kubbasett frá Intel sem ég veit ekkert hvað gerir (ekki grafíkvinnsla þó). Allt af þessu skiptir engu máli (sparar þér reyndar kostnað við að kaupa þér þráðlaust netkort) fyrir utan örgjörvann. Hann er mun skilvirkari en aðrir örgjörvar frá Intel, svosem Pentium 4, meðal annars vegna þess að hann er með töluvert styttra pipeline sem upplýsingar og gögn þurfa að fara í gegnum og mun fleiri skipanir á hvert clock cycle (mhz). Fyrir utan það er hann með 1 megabyte í level 2 cache (flýtiminni á örgjörva) en ef ég man rétt hefur Pentium 4 512 kilóbyte og Celeron 124 kb.
Síðast en ekki síst notar hann mun minni orku, sem er aðalfídusinn við hann. Flestar centrino tölvur endast 4-5.5 klst. í notkun án rafmagns á meðan eðlileg ending á miðlungs mobile örgjörva eru 2-3 klst. 1.5 ghz örgjörvi í centrino pakkanum er jafn hraður og 500-1000mhz meira af pentium 4, þ.e. 1.5ghz Pentium M = 2.4 ghz Pentium 4. But don't quote me on that one….
Og já, þetta virkar líka vel í tölvuleikjum.