Það sem þú átt að vera að leita að er fartölva með góðu “skjákorti” (grafíkkubb), skítt hvort það er Dell eða HP eða IBM eða whatever. Langflestar ferðatölvur í dag eru með hræðilegu skjákorti fyrir 3d-leiki, Intel Extreme eða þaðan af verra. Ef þú vilt geta spilað tölvuleiki á ferðatölvu verður þú að vera með að lágmarki ATI Raedon Mobility 7500 eða 9000 eða þá Geforce Go 4 (Geforce 2 Go er líka ok svosem).
Bestu skjákortin í ferðatölvur í dag eru GeForce FX Go 5600 og ATI Raedon Mobility 9600 en ég efast um að þú getir fengið tölvur með þeim kortum á Fróninu í nokkra mánuði í viðbót og slíkar tölvur verða dýrar þegar þær koma.
Burtséð frá þessu að þá er ég mest hrifinn af IBM Thinkpad ferðatölvum. Ástæðan fyrir því er sú að hönnunin á Thinkpad tölvunum er mjög góð og að lyklaborðin á Thinkpad tölvunum eru þau bestu sem fást á ferðatölvum, þ.e.a.s. þau eru sett upp eins og lyklaborð í fullri stærð og mjög þægilegt að pikka á þau. Toshiba og HP eru með ágæt lyklaborð líka en Dell lyklaborðin eru mjög misjöfn - skoðaðu t.d.
http://www.theinquirer.net/?article=10938Mín ráðlegging: ekki takmarka þig aðeins við Dell og IBM ferðatölvur, fáðu þér tölvu sem er með að lágmarki Radeon 7500 eða Geforce Go 4 og prófaðu tölvuna áður en þú kaupir hana!!!
PS: Pentium M örgjörvar (Centrino) rúla. Ef þú getur keypt tölvu með Pentium M örgjörva í stað Celeron eða Pentium 4 M skaltu gera það. Pentium M örgjörvar eru mun sparneytnari á rafmagnið og því dugar batterýið talsvert lengur.