Er í vandræðum með tölvuna mína!
Daginn huga menn! var að velta því hvort þið gætuð hjálpað mér, ég var að kaupa mér tölvu um daginn, mjög góða og öfluga tölvu, og með mjög góðu skjákorti (ati 9800 pro). Það virkar mjög vel, það er að segja þegar það virkar. Ég lendi stundum í því að detta strax út úr leikjum, þá frýs allt draslið. Ég er búinn að einangra vandamálið, og hef komist að því að þetta er rafmagnið sem tölvan notar. Stundum virkar hún, stundum ekki. Getið þið nokkuð hjálpað mér með þetta ef þið vitið eitthvað um þetta eða hafið lent í svipuðu, ég er með sko 2700XP, 350W power supply, og eitthvað fleira. það er eins og hún fái ekki nógu mikið rafmagn eða eitthvað.!!!